Stjórn Veritas

Þóranna Jónsdóttir

Þóranna Jónsdóttir

Stjórnarformaður

Þóranna Jónsdóttir starfar sem stjórnendaráðgjafi hjá eigin fyrirtæki, Delta-ráðgjöf. Hún er einnig lektor við Háskólann í Reykjavík og hefur um árabil sinnt ýmsum störfum við skólann, meðal annars sem forseti viðskiptadeildar og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar. Þá hefur Þóranna starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Auði Capital, Veritas og Vistor, auk þess að vera fyrsti framkvæmdastjóri Artasan. Þóranna hefur víðtæka reynslu af stjórnendaþjálfun og ráðgjöf á sviði breytingastjórnunar, stefnumótunar og stjórnarhátta. Hún er formaður stjórnar Landsbréfa og hefur áður setið m.a. í stjórn Festi, Krónunnar, Íslandsbanka og Lyfju. Þóranna er doktor í stjórnarháttum frá Cranfield University í Bretlandi, lauk MBA gráðu frá IESE í Barcelona og MSc gráðu í lyfjafræði frá HÍ.

Hörður Arnarson

Hörður Arnarson

Stjórnarmaður

Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður var tímabundið forstjóri Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins 2009. Hann starfaði hjá Marel hf. frá 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár, frá 1999-2009. Hörður hefur viðamikla reynslu af stjórnun fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum. Hörður er með próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í verkfræði frá DTU, ásamt því að hafa sótt ýmis námskeið við INSEAD og Harvard Business School.

Helga Melkorka Óttarsdóttir

Helga Melkorka Óttarsdóttir

Helga Melkorka er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún er með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Ruprecht Karls Universität í Þýskalandi. Helga Melkorka hefur áralanga reynslu af lögmannsstörfum auk víðtækrar reynslu úr viðskiptalífinu. Hún hóf störf hjá LOGOS árið 2001 og starfaði sem framkvæmdastjóri félagsins á árunum 2013-2019. Helga Melkorka hefur yfirgripsmikla starfsreynslu á sviði samkeppnisréttar og Evrópuréttar. Hún hefur flutt dómsmál fyrir íslenskum dómstólum, samkeppnisyfirvöldum sem og EFTA dómstólnum og rekið fjölmörg mál hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Önnur sérsvið hennar eru samkeppnisréttur, fyrirtækjaráðgjöf, fjármálaþjónusta og regluverk. Hún var aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og við lagadeild Háskóla Íslands þar sem hún sinnti kennslu í Evrópurétti. Helga Melkorka hefur setið í stjórn í ýmsum félögum, m.a. sem stjórnarmaður í Lögmannafélagi Íslands árin 2003-2005, varaformaður árin 2005-2006 og sat í stjórn Viðskiptaráðs 2014-2022. Helga hefur verið Ad hoc meðlimur í Eftirlitsstofnun EFTA síðan árið 2004.