Dótturfélög Veritas eru fimm talsins og standa flest á gömlum merg

Dótturfyrirtæki Veritas eru samstarfsaðilar fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja, sérhæfa sig í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja (frumlyfja og samheitalyfja), hjúkrunarvara, rannsóknartækja og annarra vara fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, selja lausasölulyf og aðrar heilsuvörur, eru leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvöru auk sölu og þjónustu á stoðtækjum, hjálpartækjum, sjúkraskóm, innleggjum og þrýstingsvörum.

Artasan

Artasan

Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum. Fyrirtækið er samstarfsaðili nokkurra stærstu lausasölulyfja- og samheitalyfjaframleiðenda heims og þekktra heilsuvöruframleiðenda og veitir þeim þjónustu við innflutning, skráningu, dreifingu, sölu- og markaðsmál.

Artasan leggur áherslu á hágæðavörur og að sérhvert vörumerki sem félagið hefur umboð fyrir njóti sterkrar stöðu hjá neytendum.

Markmið Artasan er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfja- og heilsuvörumarkaðnum, sem og í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins.

https://artasan.is/

Distica

Distica

Distica er sérhæft fyrirtæki í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja, hjúkrunarvara, rannsóknartækja og annarra vara fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið dreifir einnig neytendavörum til verslana.

Distica hóf starfsemi þann 1. janúar 2007 og varð félagið til við skiptingu Vistor í tvö félög, en starfsemin var áður rekin sem innkaupa- og dreifingardeild Vistor og á því rætur að rekja til ársins 1956. Distica þjónustar öll fyrirtæki Veritas samstæðunnar og einnig fjölmörg önnur fyrirtæki.

Distica hlaut ISO 9001 vottun árið 1997. Fyrirtækið rekur eitt fullkomnasta vöruhús landsins, sérhæft í meðhöndlun á lyfjum og vörum sem krefjast hitastýringar. Einnig rekur fyrirtækið tvö önnur vöruhús, fyrir aðrar vörur en lyf.

https://www.distica.is/

MEDOR

MEDOR

MEDOR var stofnað til að mæta vaxandi þörf fyrir sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknavörum. MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknavöru. MEDOR er skipað vel menntuðu starfsfólki sem gerir það að ákjósanlegum samstarfsaðila fyrir breiðan hóp viðskiptavina.

MEDOR býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu. Allt frá háþróuðum tækjum og kerfum fyrir stofnanir niður í vörur fyrir einstaklinga svo sem stómavöru, þvagleggi og plástra. Helstu viðskiptavinir MEDOR eru heilbrigðisstofnanir, apótek, rannsóknastofur í líftækni, efnagreiningu og lyfjaiðnaði.

Markmið MEDOR er að vera í nánum tengslum við viðskiptavini sína og veita þeim ráðgjöf og lausnir í samræmi við þarfir þeirra. MEDOR kappkostar að hafa ávallt yfir að ráða nýjustu og öflugustu tækni og þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar.

https://medor.is/

Stoð

Stoð

Stoð bættist í hóp fyrirtækja Veritas samstæðunnar árið 2018. Fyrirtækið er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stofnað árið 1982.

Stoð er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á stoðtækjum, hjálpartækjum, sjúkraskóm, innleggjum og þrýstingsvörum. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga og er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu til að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini. Einnig sinnir fyrirtækið viðgerðarþjónustu á þeim hjálpartækjum sem það er með umboð fyrir.

Stoð smíðar einnig spelkur, gervilimi og sérsmíðar skó ásamt því að útvega tilbúna bæklunarskó og innlegg. 

 

https://www.stod.is/

Vistor

Vistor

Vistor á rætur að rekja allt til ársins 1956, þegar það var stofnað undir nafninu Pharmaco. Vistor er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi. Fyrirtækið er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi.

https://vistor.is/