Störf í boði

Störf í boði hjá Veritas

Störf í boði hjá Veritas

Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu og eru þau hvert um sig í fararbroddi á sínu sviði. Dótturfélög í samstæðu Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Móðurfélagið, Veritas, veitir dótturfélögunum stoðþjónustu, við umsýslu fjármála, upplýsingatækni, mannauðsstjórnun o.fl. svo þau geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.

  • Markmið Veritas er að hjá okkur starfi aðeins bestu starfsmennirnir sem völ er á hverju sinni. Stefnt er að því að þeir séu vel menntaðir, rétt þjálfaðir og hæfir til að sinna starfi sínu af fagmennsku, alúð og ánægju.
  • Við leggjum áherslu á velferð starfsmanna og höfum gildin okkar, áreiðanleika, framsækni og hreinskiptni í hávegum.

Smelltu hér til að skoða störf í boði hjá Veritas

Önnur störf í Veritas samstæðunni

Hér fyrir neðan má finna starfasíður dótturfélaga Veritas. Dótturfélög Veritas eru Vistor, Distica, Artasan, MEDOR og Stoð.

Störf í boði hjá Vistor

Störf í boði hjá Vistor

Vistor er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja – veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, ásamt því að hafa milligöngu um dreifingarþjónustu.

Smelltu hér til að skoða störf hjá Vistor

Störf í boði hjá Distica

Störf í boði hjá Distica

Distica er sérhæft fyrirtæki í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja, hjúkrunarvara, rannsóknartækja og annarra vara fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi

Smelltu hér til að skoða störf hjá Distica

Störf í boði hjá Artasan

Störf í boði hjá Artasan

Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á heilsuvörum, lausasölulyfjum og samheitalyfjum og leggur metnað sinn í að vera einungis með þekktar gæðavörur frá framleiðendum sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. 

Smelltu hér til að skoða störf hjá Artasan

Störf í boði hjá MEDOR

Störf í boði hjá MEDOR

MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknavöru.  MEDOR er skipað vel menntuðu starfsfólki sem gerir það að ákjósanlegum samstarfsaðila fyrir breiðan hóp viðskiptavina.

Smelltu hér til að skoða störf hjá MEDOR

Störf í boði hjá Stoð

Störf í boði hjá Stoð

Stoð hf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem var stofnað árið 1982. Stoð hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á einhvers konar hjálpartækjum að halda. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Við erum í samstarfi við aðila í heilbrigðisþjónustu s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, bæklunarlækna o.fl. Þessi samvinna auðveldar okkur að finna bestu heildarlausnirnar fyrir skjólstæðinga okkar.

Smelltu hér til að skoða störf hjá Stoð