Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla Veritas 2022

Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla Veritas 2022

Áfram í átt að markmiðum

Opna skýrsluna

Samfélagsstefna Veritas

Veritas er umhugað um að sýna samfélagslega ábyrgð, halda utan um umhverfisleg áhrif fyrirtækisins og vinna í átt að sjálfbærni. Við teljum mikilvægt að halda neikvæðum áhrifum reksturs fyrirtækisins og dótturfélaga á umhverfið í lágmarki. Félagið gekk í Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, árið 2020 og hafin er vinna við að útbúa samfélagsskýrslu, sem fjallar um umhverfisþætti, samfélagslega og efnahagslega þætti fyrirtækisins (ESG – Environmental, Social and Governance factors). Einnig er lögð áhersla á að gera konum, körlum og fólki af ólíku þjóðerni og kynþáttum jafnhátt undir höfði, með virðingu og jafnrétti að leiðarljósi.

Umhverfisstefna

Markmið umhverfisstefnunnar er að valda sem minnstri mengun í umhverfinu og draga úr álagi á það, sem og auðlindir, með því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi fyrirtækisins í lágmarki. Sjónarmið umhverfisverndar eru höfð í huga við alla þætti rekstrar og ákvarðanatöku.


Framkvæmdastjórn Veritas samstæðunnar er ábyrg fyrir umhverfisstefnunni. Umhverfisnefnd er starfandi og er hún ábyrg fyrir innleiðingu, framkvæmd og eftirfylgd stefnunnar. Umhverfisstefnan og leiðir til að uppfylla hana eru reglulega kynntar á starfsmannafundum. Starfsmenn Veritas framfylgja umhverfisstefnunni og hafa hana að leiðarljósi í störfum sínum og vinna eftir starfsmarkmiðum hennar

Umhverfisstefnu Veritas má lesa hér.

Jafnréttisstefna

Markmið jafnréttisstefnu Veritas og dótturfélaga eru að innan samstæðunnar ríki jafnrétti og að allt starfsfólk njóti sanngirni og jafnra tækifæra án tillits til kynferðis, aldurs, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fjölskyldutengsla, fötlunar eða stöðu að öðru leyti. Fólk af öllum kynjum sem starfar hjá samstæðunni skal njóta jafns réttar í hvívetna.


Veritas telur að með því að stuðla að jafnrétti fái færni, hæfileikar og þekking allra notið sín í hvetjandi og sanngjörnu starfsumhverfi.
Jafnréttisstefna Veritas og dótturfélaga tekur til starfsfólks allra félaga samstæðunnar, hvort sem um fastráðningu eða tímabundna ráðningu er að ræða.


Jafnréttisstefna Veritas og dótturfélaga er unnin með hliðsjón af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 10/2008 og lögum 80/2019 um kynrænt sjálfræði.

Jafnréttisstefnuna má lesa í heild sinni hér.

Smelltu hér til að opna jafnlaunastefnu Veritas

Gildi Veritas

Gildi Veritas eru niðurstaða gildavinnu sem allir starfsmenn fyrirtækisins tóku þátt í. Starfsmenn Veritas og dótturfyrirtækja hafa þau að leiðarljósi í störfum sínum. Gildin eru táknuð með eftirfarandi merkjum.

Styrkir

Veritas leggur metnað sinn í að sýna samfélagslega ábyrgð, m.a. með stuðningi við ýmis málefni. Styrktarhópur starfar innan samstæðunnar og mótar styrktarstefnu. Stór samfélagsstyrkur er veittur árlega, að jafnaði í desember. Í stuttu máli höfum við ákveðið að halda okkur á sviði heilbrigðis- og lyfjamála, forvarna gegn neyslu fíkniefna, verkefna á Íslandi, samtaka sem hjálpa fólki í ýmsum vanda og þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Ákveðið hefur verið að í stað þess að styrkja mörg samtök á ári með minni upphæðum, fækkum við verkefnunum og höfum styrkina þá veglegri fyrir vikið.

Fyrirspurnir um styrki sendist á veritas@veritas.is