Stjórnarhættir

Veritas leggur áherslu á gagnsæi, heiðarleika og siðferði í starfi sínu. Í heiðri eru höfð gildi fyrirtækisins og dótturfélaga þess; áreiðanleiki, hreinskiptni og framsækni. Fyrirtækið fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð o.fl. hafa gefið út en þær fela í sér leiðbeiningar um innleiðingu reglna sem eru til viðbótar við það sem kveðið er á um í lögum og ætlað er að styrkja innviði fyrirtækisins og traust þess út á við.

Hægt er að lesa um siðareglur, starfsmannastefnu, starfsreglur stjórnar, stjórnarhætti og upplýsingaöryggisstefnu Veritas og dótturfélaga með því að smella á krækjurnar hér fyrir neðan.