​​Veritas samstæðan sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu og heilsueflingar

Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu og eru þau hvert um sig í fararbroddi á sínu sviði. Dótturfélög í samstæðu Veritas eru Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor. Móðurfélagið, Veritas, veitir dótturfélögunum stoðþjónustu, við umsýslu fjármála, upplýsingatækni, mannauðsstjórnun o.fl. svo þau geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis Veritas er vottað skv. ISO 27001 af British Standards Institution (BSI) í London. Veritas leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, metnað og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. 

Jafnlaunastefna Veritas
Smelltu hér til að opna jafnlaunastefnu samstæðunnar

um veritas

Upplýsingar

Upplýsingar skv. lögum nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.

  • Nafn: Veritas ehf.
  • Kennitala: 530602-3380 
  • Aðsetur: Hörgatún 2 
  • Póstfang: 210 Garðabær
  • VSK númer: 96986
  • Netfang: veritas@veritas.is 

Veritas sér um alla stoðþjónustu fyrir dótturfélög sín og skiptist fyrirtækið í eftirfarandi deildir:

Fjármál og rekstur

Fjármáladeild annast bókhald, greiðslu reikninga og launa, aðstoðar við greiningu tölulegra upplýsinga o.fl. Hildur Sandholt (hildur@veritas.is) er deildarstjóri fjármáladeildar.

Innri þjónusta

Deildin samanstendur af starfsmannasviði, Smiðju og mötuneyti. Hlutverk deildarinnar er að tryggja dótturfyrirtækjunum þjónustu á sviði ráðninga, frammistöðustjórnunar, ráðgjafar og fræðslu auk þess að veita dótturfélögum ýmsa stoðþjónustu. Markmið Veritas og dótturfyrirtækja er að hjá fyrirtækjunum starfi eingöngu hæfustu og ánægðustu starfsmennirnir sem vinna störf sín af alúð og áhuga.

Smiðjan samanstendur af aðstoðarmanni framkvæmdastjórnar, starfsmanni í móttöku og riturum. Verkefni Smiðjunnar eru fjölbreytt og má þar t.d. nefna símsvörun skiptiborðs, skipulagningu ferða og funda, útsendingu markpósts, prentun o.fl. Starfsmannastjóri og deildarstjóri innri þjónustu er Pétur Veigar Pétursson (petur@veritas.is).

Upplýsingatæknideild

Upplýsingatæknideild Veritas sér um rekstur allra tölvukerfa fyrir Veritas og dótturfélög þess ásamt því að veita starfsmönnum félaganna þjónustu. Deildarstjóri er Hákonía J. Guðmundsdóttir (hakonia@veritas.is).