Framkvæmdastjórn Veritas

Framkvæmdastjórn Veritas skipa forstjóri, fjármálastjóri, deildarstjóri innri þjónustu/starfsmannastjóri, deildarstjóri upplýsingatæknideildar og framkvæmdastjórar dótturfélaganna fimm (Artasan, Distica, MEDOR, Stoð og Vistor).

Hrund Rudolfsdóttir

Hrund Rudolfsdóttir

Forstjóri

Hrund Rudolfsdóttir er forstjóri Veritas. Hún var framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate frá 2009-2013 og gegndi starfi framkvæmdastjóra rekstrar- og fjárfestingarverkefna hjá Milestone ehf./Moderna Finance ehf. frá 2007-2009. Þar áður var hún framkvæmdastjóri L&H eignarhaldsfélags, 2003-2007, og framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu hf. 2003-2006. Hrund situr í stjórn Viðskiptaráðs Íslands og er stjórnarformaður Artasan ehf., Distica hf., Lumina ehf. og Stoð hf. Hún er með M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School, Cand.Oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, ásamt því að hafa lokið Advanced Management Program (AMP) frá IESE Business School.

Kjartan Steinsson

Kjartan Steinsson

Fjármálastjóri

Kjartan er viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) af fjármálasviði frá Háskóla Íslands. Kjartan hefur áratuga reynslu af rekstrar- og fjármálastörfum og gekk til liðs við Vistor í janúar 2007 og síðar Veritas árið 2008. Hann ber ábyrgð á fjármálum Veritas samstæðunnar, rekstrarfjármunum og fasteignum. Kjartan starfaði á árunum 1997-2006 sem fjármálastjóri Ásbjörns Ólafssonar ehf. og sem framkvæmdastjóri BÍF á árunum 1992-1997.

Pétur Veigar Pétursson

Pétur Veigar Pétursson

Deildarstjóri innri þjónustu/starfsmannastjóri

Pétur Veigar gekk til liðs við Veritas í ársbyrjun 2016 og sinnti innleiðingu á Lean aðferðafræðinni innan allra fyrirtækja samstæðunnar, ásamt verkefnastýringu Lean verkefna. Þar áður starfaði hann m.a. sem fræðslustjóri hjá ISAL. Pétur Veigar er með B.Sc. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Hákonía Jóhanna Guðmundsdóttir

Hákonía Jóhanna Guðmundsdóttir

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar

Hákonía tók við starfi UT deildar Veritas fyrrihluta árs 2017. Hún hefur viðamikla reynslu af stjórnun, upplýsingatækni og hugbúnaðargerð og starfaði áður m.a. hjá Íslandsbanka, Kaupþingi og Arion banka. Hákonía er með MBA gráðu frá háskólanum í Edinborg og B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Brynjúlfur Guðmundsson

Brynjúlfur Guðmundsson

Framkvæmdastjóri - Artasan

Brynjúlfur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Artasan. Brynjúlfur sinnti áður starfi markaðsstjóra lausasölulyfja hjá Artasan og þar á undan starfaði hann sem markaðsfulltrúi fyrir Evrópu og Asíu hjá ARRI í London og seinna sem ráðgjafi hjá Accenture í London, Englandi.

Brynjúlfur er með MBA gráðu (2010) og BSc í alþjóða markaðsfræði (2003) frá Háskólanum í Reykjavík.

Júlía Rós Atladóttir

Júlía Rós Atladóttir

Framkvæmdastjóri - Distica

Júlía Rós tók við sem framkvæmdastjóri Distica í maí 2020.
Júlía Rós hefur lokið meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, diplómanámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun frá Háskóla Íslands, B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands og lyfjatæknanámi frá Heilbrigðisskólanum við Ármúla.

Júlía Rós hefur jafnframt víðtæka reynslu af þjónustu, rekstri  og stjórnun í flóknu umhverfi vörustjórnunar bæði úr lyfjaiðnaði sem utan, en hún starfaði áður sem markaðsstjóri hjá  lyfjafyrirtækinu Vistor, deildarstjóri vöruhúsa hjá Distica, þjónustustjóri hjá Icelandair og verkefnastjóri á þróunarsviði Actavis Group. Síðast starfaði Júlía Rós sem framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs Coca-Cola á Íslandi. Júlía Rós situr í stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands.

Sigtryggur Hilmarsson

Sigtryggur Hilmarsson

Framkvæmdastjóri - MEDOR

Sigtryggur hefur starfað sem framkvæmdastjóri MEDOR síðan 2011. Þar á undan starfaði hann hjá Vistor sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknisviðs og stjórnandi í viðskiptaþróun frá 2004. Á árunum 1996 til 2004 starfaði Sigtryggur sem framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Radiometer America í Cleveland, BNA og sem vörustjóri hjá sama fyrirtæki í Kaupmannahöfn.  Sigtryggur er með MBA gráðu frá Erasmus University, Rotterdam School of Management og Cand. Pharm gráðu í Lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Sigtryggur er stjórnarformaður ORF Genetics hf. og situr í stjórn Stoð hf.

Ása Jóhannesdóttir

Ása Jóhannesdóttir

Framkvæmdastjóri - Stoð

Ása hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Stoð frá árinu 2020. Þar á undan starfaði hún sem deildarstjóri hjúkrunar- og lækningavörudeildar MEDOR, sem viðskiptastjóri hjá MEDOR og vörustjóri hjá Flögu. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. gráðu í heilbrigðisvísindum og B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands.

Arnar Þórðarson

Arnar Þórðarson

Framkvæmdastjóri - Vistor

Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra af Gunni Helgadóttur síðla árs 2020. Hann er með M.Sc. í markaðsfræði frá Copenhagen Business School og B.Sc. í hagfræði frá Auburn Montgomery. Áður en Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra starfaði hann sem markaðsstjóri hjá Vistor síðan um mitt ár 2018. Þar áður starfaði hann hjá Novo Nordisk, bæði sem vörustjóri í höfuðstöðvum, sem og í þýskum og dönskum dótturfélögum fyrirtækisins.