Jafnvægisvog og jafnlaunaúttekt

05.02.2021 Veritas
Jafnvægisvog og jafnlaunaúttekt

Veritas fékk viðurkenninguna Jafnvægisvogina 2020, en Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.

Veritas fékk einnig Gullmerki jafnlaunaúttektar Pricewaterhouse Coopers (PwC) 2020. Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntun, starfsaldur, starfaflokkur og vinnustundir. Til að hljóta Gullmerkið þarf launamunur kynjanna að vera undir 3,5%, þegar tekið hefur verið tillit til ofangreindra þátta. Veritas er stolt af því að vera langt undir viðmiðum PwC og undirstrika þessar niðurstöður áherslur félagsins varðandi jafnan hlut kvenna og karla. Úttektin var fyrst gerð innan félagins árið 2015 og fékk Veritas þá einnig Gullmerkið.