Oddný Sófusdóttir nýr deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar

18.11.2021 Distica
Oddný Sófusdóttir nýr deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar

Oddný Sófusdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica og tók um leið sæti í framkvæmdastjórn Distica.

Oddný hefur starfað hjá Distica frá árinu 2005 og hefur á þeim tíma sinnt ýmsum störfum og stjórnunarhlutverkum innan deildarinnar. Oddný hefur því mikla reynslu af öllum sviðum vöruhúsareksturs auk þess að hafa verið í fararbroddi í umbótastarfi vöruhúsanna undanfarin ár. Frá árinu 2018 hefur Oddný sinnt hlutverki verkefnastjóra vöruhúsanna auk þess að vera aðstoðardeildarstjóri. Á því tímabili hefur hún bæði tekið þátt í og leitt stór verkefni innan deildarinnar sem m.a. hafa snúið að uppfærslu vöruhúsakerfa og innleiðingu eigin dreifingar Distica á höfuðborgarsvæðinu.

Oddný er með diplóma í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Við bjóðum Oddnýju velkomna í framkvæmdastjórn Distica.