Distica baggar plast og pappa

16.02.2022 Distica
Distica baggar plast og pappa

Distica hefur sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum, eins og Veritas samstæðan öll. Distica baggar nú plast og pappa og fer baggað plast í umhverfisvæna endurvinnslu hjá Pure North Recycling, sem endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er ráðgjafi Distica við flokkun á sorpi.

Stolt Distica í flokkun er vöruhúsið í Miðhrauni þar sem 80% af öllu sorpi sem fellur til er flokkað, einungis 20% eru óflokkuð og er það með því lægsta sem gerist hjá fyrirtækjum á Íslandi.