Veritas hlýtur Jafnvægisvogina 2021

15.10.2021 Veritas
Veritas hlýtur Jafnvægisvogina 2021

Veritas hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2021 á stafrænni ráðstefnu Jafnvægisvogar FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) sem haldin var þann 14. október. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Jafnrétti er ákvörðun". Eliza Reid, forsetafrú, kynnti viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni á vegum FKA og er markmið Jafnvægisvogarinnar að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Veritas.