Jólastyrkur Veritas 2020

24.12.2020 Veritas
Jólastyrkur Veritas 2020

Veritas leggur metnað sinn í að styrkja góð málefni og í desember ár hvert er stærsti styrkurinn veittur. Árið 2020 voru það Hjálparstarf kirkjunnar og Kvennaathvarfið sem urðu fyrir valinu. Bæði samtökin standa á gömlum merg og eru þekkt fyrir metnaðarfullt og vandað starf.

Kvennaathvarfið hjálpar konum og börnum sem búa við andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða eru þolendur mansals og rekur tvö athvörf, eitt í Reykjavík og eitt á Akureyri.

Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun. Starfið felst í því að greina vandann, veita félagslega ráðgjöf og efnislegan stuðning ásamt valdeflingu sem leiðir til sjálfshjálpar. Rík áhersla er á að tryggja velferð barna og því er sérstaklega hlúð að barnafjölskyldum.