Hrund kjörin í stjórn og framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands

14.02.2022 Veritas
Hrund kjörin í stjórn og framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands

Hrund Rudolfsdóttir forstjóri Veritas var kjörin í stjórn og framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands til tveggja ára þann 10. febrúar sl. Í stjórn Viðskiptaráðs sitja 37 einstaklingar auk formanns og er stjórnin kosin á aðalfundi ráðsins, sem haldinn er annað hvert ár. Í framkvæmdastjórn sitja formaður stjórnar, auk sex fulltrúa sem kosnir eru úr stjórn Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórn markar stefnu Viðskiptaráðs á hverjum tíma og hefur yfirumsjón með daglegum störfum ráðsins. Formaður Viðskiptaráðs er Ari Fenger.