Kvittað rafrænt fyrir móttöku sendinga

11.01.2022 Distica
Kvittað rafrænt fyrir móttöku sendinga

Distica hefur innleitt DIMA, rafrænt kerfi þar sem viðskiptavinir kvitta fyrir móttöku sendinga rafrænt. Hleðslulistar á pappír munu því hætta og fækkar því verulega útprentuðum blöðum. Eitt skref í viðbót í átt að umhverfisvænni rekstri.