Distica opnar vefverslun

04.11.2021 Distica
Distica opnar vefverslun

Nú getur þú pantað vörur á mínum síðum!

Það gleður okkur að kynna fyrstu útgáfu vefverslunar Distica. Vefverslunin er liður í að bæta rafræna þjónustu Distica enn frekar. Stefna Distica er að þróa vefverslunina áfram, með auknu aðgengi að vöruframboði, vöruupplýsingum, viðskiptasögu og sjálfsafgreiðslulausnum.

Vefverslunin er aðgengileg öllum viðskiptavinum Distica í gegnum innskráningu með rafrænum skilríkjum á mínum síðum.

Þeir sem ekki hafa þegar stofnað aðgang að mínum síðum geta gert það hér.

Í þessari fyrstu útgáfu fá viðskiptavinir aðgang að yfir 6000 vörunúmerum, eða allri almennri lagervöru Distica. Sérpantanir munu á næstu vikum bætast við vöruúrvalið. Þangað til munu allar sérpantanir fara áfram í gegnum viðskiptaþjónustu og tengiliði viðskiptavina.

Það sem þú getur m.a. séð og gert í vefverslun Distica:

  • Pantað vörur eftir þínum heimildum sem viðskiptavinur Distica.
  • Fundið upplýsingar um vöruflokka, vörur og vöruframboð.
  • Séð verð
  • Kannað lagerstöðu.
  • Stofnað biðpantanir fyrir vörur sem ekki eru til á lager sem verða þá seldar og afgreiddar þegar þær koma.

Af þessu tilefni minnum við viðskiptavini einnig á að fara reglulega vel yfir lista yfir þá notendur sem aðgang hafa að mínum síðum og tryggja að aðeins virkir starfsmenn hafi þar aðgang. Einnig að starfsmenn hafi rétt skilgreind aðgangsréttindi. Þessar stillingar má nálgast á https://www.distica.is/minar-sidur/notendur/. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því hverjir hafa aðgang að mínum síðum og vefverslun á hverjum tíma.

Frekari upplýsingar um vefverslunina má nálgast hjá viðskiptaþjónustu á sala@distica.is. Allar athugasemdir og spurningar eru velkomnar og vel þegnar.