Distica 15 ára

13.05.2022 Distica
Distica 15 ára

Árið 2007 var Distica gert að sérfélagi innan Veritas samstæðunnar og fagnar því 15 ára afmæli um þessar mundir.  Starfsmenn Distica fögnuðu þessum áfanga þann 13. maí sl. 

Dreifing, vörustjórnun, birgðahald og innkaup Distica hvíla þó á enn eldri merg sem nær allt aftur til ársins 1956 þegar Pharmaco var stofnað. Mikil þekking og reynsla hefur því byggst upp í rúm 66 ár.

Við óskum Distica innilega til hamingju með afmælið!