Að styðja og styrkja dótturfélögin til vaxtar og framþróunar
Veritas er móðurfélag sem styður og styrkir dótturfélög sín til vaxtar og framþróunar á íslenskum heilbrigðismarkaði.
Hlutverk félagsins er að skapa umgjörð sem gerir hverju dótturfélagi kleift að sinna sínu sérsviði af fagmennsku, ábyrgð og árangri.
Veritas og öll dótturfélög hennar deila sameiginlegri framtíðarsýn um að bæta heilbrigði og auka lífsgæði fólks.
Með hreinskiptni, áreiðanleika og framsækni að grunni leggja Veritas og dótturfélög áherslu á gæði, þjónustu og samfélagslega ábyrgð í öllu starfi.
Veritas starfar af ábyrgð, fagmennsku og heiðarleika
Umhverfisstefna
Við vinnum markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum og stuðla að sjálfbærum rekstri. Ábyrg nýting auðlinda, flokkun, endurvinnsla og vistvæn innkaup eru hluti af daglegu starfi okkar.
Jafnréttisstefna
Við trúum á fjölbreytileika, jöfn tækifæri og virðingu í öllum samskiptum. Markmið okkar er að allir starfsmenn hafi jöfn tækifæri til að vaxa og njóta virðingar – óháð kyni, aldri, uppruna eða öðrum persónueinkennum.
Upplýsingaöryggisstefna
Öryggi upplýsinga er grundvallaratriði í starfsemi Veritas.Við verndum gögn viðskiptavina, samstarfsaðila og starfsmanna í samræmi við alþjóðlega staðla og höfum stjórnkerfi upplýsingaöryggis vottað samkvæmt ISO 27001.
Upplýsingaöryggisstefna Veritas
Veritas sinnir rekstri og stoðþjónustu fyrir dótturfélögin
Markmiðið er að skapa traustan grunn sem styður við daglega starfsemi dótturfélaganna til að gera þeim kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni – þjónustu við heilbrigðiskerfið og samfélagið.
Framkvæmdastjórn Veritas stýrir daglegum rekstri móðurfélagsins og styður við dótturfélögin í þeirra starfsemi:
Fjármáladeild annast bókhald, reikningagreiðslur og fjárhagslega greiningu.
Innri þjónusta felur í sér mannauð, fræðslu og ráðgjöf.
Upplýsingatækni sér um rekstur og öryggi tölvukerfa fyrir móðurfélagið og dótturfélögin og tryggir þannig áreiðanlega og örugga starfsemi.
Framkvæmdastjórn Veritas
Jón Björnsson
ForstjóriJón tók við sem forstjóri Veritas í Ágúst 2024. Jón hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Origo hf. en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Festi og Krónunni, Orf Líftækni, Magasin du Nord og Högum. Jón situr m.a. í stjórnum Boozt.com, Origo Lausna og Dropp. Jón hefur jafnframt setið í stjórn Artasan, eitt af fyrirtækjum Veritas, frá 2023.
Kjartan Steinsson
FjármálastjóriKjartan er viðskiptafræðingur (Cand. oecon.) af fjármálasviði frá Háskóla Íslands. Kjartan hefur áratuga reynslu af rekstrar- og fjármálastörfum og gekk til liðs við Vistor í janúar 2007 og síðar Veritas árið 2008. Hann ber ábyrgð á fjármálum Veritas samstæðunnar, rekstrarfjármunum og fasteignum. Kjartan starfaði á árunum 1997-2006 sem fjármálastjóri Ásbjörns Ólafssonar ehf. og sem framkvæmdastjóri BÍF á árunum 1992-1997.
Pétur Veigar Pétursson
Mannauðsstjóri / Sviðsstjóri mannauðs og innri þjónustuPétur Veigar gekk til liðs við Veritas í ársbyrjun 2016 og sinnti innleiðingu á Lean aðferðafræðinni innan allra fyrirtækja samstæðunnar, ásamt verkefnastýringu Lean verkefna. Þar áður starfaði hann m.a. sem fræðslustjóri hjá ISAL. Pétur Veigar er með B.Sc. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Arnar Þórðarson
Framkvæmdastjóri - VistorArnar tók við starfi framkvæmdastjóra af Gunni Helgadóttur síðla árs 2020. Hann er með M.Sc. í markaðsfræði frá Copenhagen Business School og B.Sc. í hagfræði frá Auburn Montgomery. Áður en Arnar tók við starfi framkvæmdastjóra starfaði hann sem markaðsstjóri hjá Vistor síðan um mitt ár 2018. Þar áður starfaði hann hjá Novo Nordisk, bæði sem vörustjóri í höfuðstöðvum, sem og í þýskum og dönskum dótturfélögum fyrirtækisins.
Brynjúlfur Guðmundsson
Framkvæmdastjóri - ArtasanBrynjúlfur Guðmundsson er framkvæmdastjóri Artasan. Brynjúlfur sinnti áður starfi markaðsstjóra lausasölulyfja hjá Artasan og þar á undan starfaði hann sem markaðsfulltrúi fyrir Evrópu og Asíu hjá ARRI í London og seinna sem ráðgjafi hjá Accenture í London, Englandi. Brynjúlfur situr í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) og Stoðar hf.
Brynjúlfur er með MBA gráðu og BSc í alþjóða markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Júlía Rós Atladóttir
Framkvæmdastjóri - DisticaJúlía Rós tók við sem framkvæmdastjóri Distica í maí 2020, áður starfaði Júlía sem markaðsstjóri hjá Vistor, deildarstjóri hjá Distica, þjónustustjóri hjá Icelandair, verkefnastjóri á þróunarsviði Actavis Group og framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs Coca-Cola. Júlía Rós situr í stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands Alzheimersamtakanna og GS1.
Júlía Rós hefur lokið AMP, Advanced Management program frá IESE, Barcelona Business School, meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun, diplómanámi í mannauðsstjórnun, diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands.
Sigtryggur Hilmarsson
Framkvæmdastjóri - MEDORSigtryggur hefur starfað sem framkvæmdastjóri MEDOR síðan 2011. Þar á undan starfaði hann hjá Vistor sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknisviðs og stjórnandi í viðskiptaþróun frá 2004. Á árunum 1996 til 2004 starfaði Sigtryggur sem framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Radiometer America í Cleveland, BNA og sem vörustjóri hjá sama fyrirtæki í Kaupmannahöfn. Sigtryggur er með MBA gráðu frá Erasmus University, Rotterdam School of Management og Cand. Pharm gráðu í Lyfjafræði frá Háskóla Íslands. Sigtryggur er stjórnarformaður ORF Genetics hf. og situr í stjórn Stoð hf.
Þóranna Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri - StoðÞóranna hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður stjórnendaráðgjafi m.a. fyrir Alvotech, Marel og ýmsar opinberar stofnanir. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum við Háskólann í Reykjavík, var forseti viðskiptadeildar 2013-2016 og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar þar á undan. Hún var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá systurfélögunum Veritas og Vistor árin 2005-2008, fyrsti framkvæmdastjóri Artasan og ein af stofnfélögum Auðar Capital. Þóranna hefur víðtæka reynslu af stjórnarsetu, er formaður stjórnar Landsbréfa, í stjórn Veritas frá 2018 og áður m.a. í stjórnum Festi, Krónunnar, Íslandsbanka og Lyfju. Þóranna er með doktorsgráðu í viðskiptafræði frá Cranfield University, MBA gráðu frá IESE í Barcelona og MSc gráðu í lyfjafræði.
Stjórn Veritas
Hreggviður Jónsson
StjórnarformaðurHreggviður Jónsson er stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas. Hreggviður útskrifaðist með BA í hagfræði frá Macalester College í St. Paul árið 1987 og með MBA gráðu frá Harvard Business School í Boston 1993. Hann hefur víðtæka alþjóðlega stjórnunarreynslu úr ýmsum geirum þjóðlífsins og var formaður Viðskiptaráðs Íslands frá 2012-2016. Hreggviður var forstjóri Veritas og þar áður Vistor frá 2002-2013. Hann starfaði hjá Cargill í Bandaríkjunum og síðar sem ráðgjafi hjá McKinsey & Company í Svíþjóð áður en hann varð fjármálastjóri og síðar forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins og Norðurljósa. Hreggviður hefur setið í stjórn hjá ýmsum fyrirtækjum og samtökum.
Þóranna Jónsdóttir
StjórnarkonaÞóranna Jónsdóttir starfar sem stjórnendaráðgjafi hjá eigin fyrirtæki, Delta-ráðgjöf. Hún er einnig lektor við Háskólann í Reykjavík og hefur um árabil sinnt ýmsum störfum við skólann, meðal annars sem forseti viðskiptadeildar og framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar. Þá hefur Þóranna starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Auði Capital, Veritas og Vistor, auk þess að vera fyrsti framkvæmdastjóri Artasan. Þóranna hefur víðtæka reynslu af stjórnendaþjálfun og ráðgjöf á sviði breytingastjórnunar, stefnumótunar og stjórnarhátta. Hún er formaður stjórnar Landsbréfa og hefur áður setið m.a. í stjórn Festi, Krónunnar, Íslandsbanka og Lyfju. Þóranna er doktor í stjórnarháttum frá Cranfield University í Bretlandi, lauk MBA gráðu frá IESE í Barcelona og MSc gráðu í lyfjafræði frá HÍ.
Hörður Arnarson
StjórnarmaðurHörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður var tímabundið forstjóri Sjóvár og leiddi endurskipulagningu félagsins 2009. Hann starfaði hjá Marel hf. frá 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár, frá 1999-2009. Hörður hefur viðamikla reynslu af stjórnun fyrirtækja á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum. Hörður er með próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands og doktorspróf í verkfræði frá DTU, ásamt því að hafa sótt ýmis námskeið við INSEAD og Harvard Business School.