EN

Með samstöðunni vinnum við fleiri sigra

Sjálfbærni- og samfélagsskýrsla 2020

Við viljum stuðla að sjálfbærni og það er með mikilli ánægju sem við birtum fyrstu sjálfbærni- og samfélagsskýrslu Veritas. Við höfum með samhentu átaki allrar samstæðunnar tekið saman þau lykilverkefni sem tengjast sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Til þess að afmarka okkur var ákveðið að notast við alþjóðlega staðalinn GRI til þess að geta betur áttað okkur á þeim mælikvörðum sem skipta máli í sjálfbærnivegferðinni. Við trúum því að með samstöðunni vinnum við fleiri sigra og í takt við það þá hefur mikill fjöldi starfsmanna tekið þátt í vinnunni við skýrsluna og einnig má sjá viðtöl sem tekin hafa verið við stjórnendur.

Ávarp forstjóra Markmiðin okkar
Alternate Text
Alternate Text
Alternate Text
Alternate Text

Ruslana, ruslamálaráðherra Veritas

Sjálfbærnimarkmið Veritas

Heildarumfang losunar frá starfseminni er háð umfangi starfsemi Veritas. Starfsmenn og stjórnendur ætla að setja sér metnaðarfull markmið til þess að vinna að á árinu og til næstu ára. 

Smelltu hér til þess að skoða sjálfbærnimarkmið samstæðunnar fyrir næstu ár.


Árangur síðustu ára

Við höfum á síðustu árum stigið skref í átt að sjálfbærni og stefnum á að gera enn betur. Jafnrétti skiptir okkur máli

Markmið jafnréttisstefnu Veritas og dótturfélaga er að allt starfsfólk félaganna, konur jafnt sem karlar, njóti jafnréttis án tillits til kynferðis, aldurs, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fjölskyldutengsla eða stöðu að öðru leyti. Allt starfsfólk samstæðunnar skal njóta jafns réttar í hvívetna.

Meira um jafnréttismál og - stefnu okkar hér.


Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir, markaðsstjóri hjá Vistor (Novo Nordisk)

Cgi Standard

GRI tilvísunartafla