EN
Umhverfi Markmiðin okkar Umhverfismál Heildarlosun samstæðunnar CO₂ losun - mynd Heildarlosun kolefnis Flutningur með flugi dregst saman Losun kolefnis - helstu tölur Tækifæri í grænni orku Áhersla á að besta aksturinn Fræðsla í aðalhlutverki Samstarf við Pure North Umbúðir í hringrás Endurnýting umbúða Hönnun til að minnka sóun Minnkum sóun Kolefnisbinding Umhverfisáhrif birgja Fækkum flugsendingum Rafræn kvittun fyrir móttöku sendinga Pappírsnotkun

Umhverfi

Umhverfismál áfram í forgrunni

Stjórnendur og starfsmenn Veritas láta sér annt um umhverfið og hafa ýmis verkefni tengd því verið unnin í gegnum árin. Umhverfisstefna var mótuð árið 2018 og í kjölfarið tók umhverfisnefnd til starfa. Með umhverfisstefnu Veritas og dótturfélaga er leitast við að fyrirtækið valdi sem minnstum skaða í umhverfinu og dragi úr álagi á það sem og auðlindir heimsins. Meginkaflar stefnunnar eru vistvænar samgöngur, umhverfisvæn innkaup, flokkun sorps og bæting verkferla. Stefnan er endurskoðuð reglulega með það í huga að bæta enn frekar áhrif fyrirtækisins á umhverfið. Umhverfisnefnd Veritas sér um að stefnunni sé fylgt eftir.


Umhverfismál

Heildarlosun Veritas samstæðunnar jókst um 24% árið 2022, fór í 1.027 tonn CO₂ samanborið við 827 tonn CO₂ árið 2021. Ferðalög starfsmanna jukust eftir COVID og munar kannski mest um 124 tonn CO₂ vegna árshátíðarferðar sem farin var á vegum fyrirtækisins. Ef við berum saman starfsemi á milli áranna 2022 og drögum frá 124 tonn vegna árshátíðarferðar jókst heildarlosun um 9% milli ára. Eldsneytisnotkun á bifreiðar samstæðurnar dróst saman á milli ára. Einnig dróst magn á innfluttum vörum saman um 2%. Magn úrgangs er svipað og fyrri ár en endurvinnsluhlutfallið batnar og fer úr 50% 2021 í 56% 2022. 

Allir útreikningar eru gerðir út frá loftslagsmælum Festu, útgáfu 5.0. 

1.027 tonn

Heildarlosun (CO₂) 2022

827 tonn

Heildarlosun (CO₂) 2021

+24%

Breyting milli ára

903

Heildarlosun (CO₂) 2022 án árshátíðarferðar

+9%

Breyting milli ára án árshátíðarferðar


Heildarlosun kolefnis

Heildarlosun frá Veritas samstæðunni var 1.027 tonn CO₂  á árinu 2022. Heildarlosunin jókst því um 24% á árinu 2021-2022 eða úr 827 tonnum af CO₂  árið 1.027 tonn CO₂ . Mesta losunin skýrist vegna ferðalaga starfsmanna erlendis eða 302 tonn CO₂ . Þar af voru 124 tonn CO₂  tilkomin vegna árshátíðarferðar starfsmanna sem haldin var erlendis.  

Heildarumfang losunar er háð umfangi starfsemi Veritas. Til þess að geta borið saman losun á milli ára er því settur fram stuðull sem er losun CO₂ /starfsmann. Fyrir árið 2022 var losun á starfsmann 4,1 en var 3,3 tonn CO₂ á árinu 2021 sem er aukning um 24% á milli ára. Markmið sem sett var fyrir ári síðan um minnkun á CO₂ losun náðist því ekki.  

7% minni losun CO₂ var vegna innflutnings á vörum eða 327 tonn CO₂ 2022 samanborið við 352 tonn CO₂ árið 2021. 

Flutningur með flugi dregst saman

Árið 2021 var sett af stað átaksverkefni í að greina flutningsleiðir á vörum sem birgjar fyrirtækisins senda með flugi. Greiningin leiddi í ljós að til staðar eru tækifæri til að minnka losun umtalsvert, með samtali við birgja og breytingum á flutningsleiðum. Eitt af markmiðunum sem félagið setti sér á síðasta ári var að við endurnýjun á samningum og í nýjum samningum verði leitast við að lækka kolefnisspor vara til landsins með því að óska eftir skipaflutningi eins og hægt er og gera kröfur um að pakkningar utan um vörur sé auðvelt að endurvinna. 

Í niðurstöðum á heildarlosun CO₂ árið 2022 kom í ljós að 251 tonn CO₂ væru losuð vegna sendinga með flugi og 76 tonn CO₂ vegna sendinga með skipum. Niðurstaðan fyrir árið 2022 var að magn á innfluttum vörum með flugi dregst saman um 2% á milli ára og að hlutfall flugsendinga minnkar, fer í 14% árið 2022 í samanburði við 16% 2021. 

Losun CO₂ vegna innflutnings er háð vegalengd sem varan er flutt og stærð sendingar. Reiknað er með tuttugu sinnum meiri losun vegna flutnings með flugi í samanburði við flutning með skipi. Tölur sýna losun fyrir allan innflutning á vörum samstæðunnar.  

Losun kolefnis - helstu tölur

Tækifæri í grænni orku

Á síðasta ári voru sett markmið um að lækka kolefnisspor fyrirtækisins vegna notkunar eldsneytis og tókst það en niðurstaðan var 323 tonn í 289 tonn CO₂ árið 2021 eða um 11%. Árið 2022 var heildarfjöldi ökutækja samstæðunnar 88,5 á móti 88 bílar 2021. Með nýrri samgöngustefnu var valmöguleikum starfsmanna fjölgað. Þannig gátu þeir valið rafbíla eða að fá greidda bílastyrki í staðinn fyrir bíla með óumhverfisvænum orkugjöfum.  

Á síðasta ári tók Distica við vöruhúsi Stoðar. Það er ný áskorun þar sem stoðtækin kalla á dreifingu í heimahús. Það er töluverð áskorun að besta dreifinguna og auka samlegðaráhrifin en áhrif þess eru ekki komin í ljós í þessari skýrslu.  

Áhersla á að besta aksturinn

„Við leggjum áherslu á að besta aksturinn hjá okkur og erum að taka í notkun tvo nýja bíla í dreifingu en það eru minni kassabílar sem auka enn frekar á samlegð í ferðum. Með því að taka yfir dreifinguna sjálf þá náum við að nýta samlegðina þar sem við getum flutt allt frá lyfjum til annarra vara, nokkuð sem við gátum ekki látið af hendi til verktakanna. Helsta áskorunin verður að velja saman þær vörur sem mega flytjast á sama tíma og lyf."

Oddný Sófusdóttir, sviðstjóri rekstrarsviðs DisticaFræðsla í aðalhlutverki

Frá 2018 hefur árlega verið haldinn Flokkóber í október, en sá mánuður er nýttur til aukinnar fræðslu og tiltektar í flokkunarmálum ef á þarf að halda og einnig til þess að vekja fólk almennt til umhugsunar um flokkun og umhverfismál. Í Flokkóber í ár var lögð áhersla á að fræða starfmenn um umhverfismál. Sem dæmi um fyrirlestra þá hélt Stjörnu-Sævar  (Sævar helgi Bragason) fyrirlestur um umhverfisvitund. Einnig hélt Ebba Guðný Guðmundsdóttir fyrirlestur um matarsóun  og ýmsir fræðslumolar um umhverfismál voru reglulega settir inn á workplace alla vinnudaga í október.  

Átak var gert í flokkunarmálum á starfsstöðvum Distica þar sem ábyrgðaraðilum var úthlutað á hverja starfsstöð vöruhúsa. Þannig voru einstaklingar komnir með ábyrgð á því að flokkun verði bætt á starfsstöðinni. Samhliða voru innleiddar leiðbeiningar, bættar merkingar á  flokkunarílátum og þeim fjölgað.  

Á árinu 2023 ætlar umhverfishópur að auka fræðslu innlegg um umhverfismál með örinnleggjum á Veritas fundum einu sinni í mánuði. Markmiðið með þeim er að fræða starfmenn um umhverfismál almennt. Dæmi um fræðsluinnlegg verða eftirfarandi:  

  • Hvernig get ég haft áhrif á kolefnisporið mitt? 
  • Hvernig læri ég að lesa innihaldslýsingar og þekkja spilli-eða skaðleg efni fyrir umhverfið og heilsu?
  • Hvernig set ég upp flokkunarstöð?
  • Svifryksmengun 
  • Grænn lífstíll 

Samstarf við Pure North

Á árinu 2021 var gerð úttekt á úrgangsmálum og flokkun sorps í samstarfi við Pure North Recycling sem endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum. Niðurstaða úttektarinnar var að til staðar væru tækifæri til að endurvinna betur hráefni frá okkur og styðja við hringrásarhagkerfi hvað varðar hrávöru. Því var tekin í notkun baggapressa sem baggar pappakassa og plast í vöruhúsi í Miðhrauni, með það að markmiði að skila betra hráefni til endurvinnslu. Einnig voru plastbretti send til endurvinnslu til Pure North sem áður fór í förgun. Veritas hefur það að markmiði að auka flokkun á sorpi og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu. Endurvinnsla hefur gengið vel með samhentu átaki en ennþá er verk að vinna. Endurvinnsluhlutfall samstæðunnar fór úr 50% í 56% á milli ára. Það að bæta inn ábyrgðaraðilum í flokkunarmálum á starfsstöðvar sýndi góðan árangur og bætti til að mynda vöruhúsið í Suðurhrauni endurvinnsluhlutfall sitt úr 49% í 78% á milli ára. 
Arnþrúður Jónsdóttir Deildastjóri lyfjaþjónustu hjá Landspítala

Arnþrúður ræðir um sjálfbærni og samfélagsmál, um sjálfbærnivegferð Landspítalans og það hvernig Veritas og Landspítalinn geta tekið höndum saman og gert betur.

Umbúðir í hringrás

Veritas kaupir m.a. sorphirðuþjónustu af Íslenska gámafélaginu. Árið 2019 hóf ÍGF útflutning á almennu sorpi til orkuvinnslu í Evrópu og því er ekkert af því sorpi sem ÍGF sækir til Veritas urðað.  

Leitast er við að endurnýta sem best tróð sem notað er til þess að vernda vörurnar, en mest er notað af brúnum pappa og bóluplasti. Innkaup á plastpokum, strekkifilmu og bóluplasti minnkaði því umtalsvert á milli ára. 

Fyrir nokkrum árum fjárfesti félagið í endurnýtanlegum kössum til flutninga á vörum til viðskiptavina og eru frauðkassar einungis notaðir í einstaka sendingum. Distica sér um dreifingu á meirihluta af öllu bóluefni sem dreift er á Íslandi. Dreifing á bóluefni almennt er mikil áskorun þar sem það er svo mikil aukning í kælivöru en viðhalda þarf réttu hitastigi fyrir bóluefni.  

Endurnýting umbúða

„Sérstakar umbúðir utan um bóluefni eru erfiðustu umbúðirnar til flokkunar en það tekur 48 klukkustundir að undirbúa kassa til að flytja vörur. Til þess að bregðast við því stækkuðum við lyfjakælinn og getum þannig endurnýtt kassana aftur á höfuðborgarsvæðinu. Þannig náum við að nýta þessa orku aftur og ná hringrás sem hjálpar okkur bæði við endurvinnslu og endurnýtingu. Að meðaltali sendum við frá okkur 150 kælikassa á hverjum degi. Það munar því mikið um að geta endurnýtt þá. Ef við getum komið þeim í hringrás getum við notað þá stöðugt og í því ferli felst mikið virði. "

Oddný Sófusdóttir, sviðstjóri rekstrarsviðs Distica

Hönnun til að minnka sóun

Á síðasta ári hóf Stoð undirbúning að því að flytja starfsemina á einn stað að Draghálsi en hingað til hefur fyrirtækið verið staðsett á þremur stöðum.  

Minnkum sóun

„Við flutningana ætlum við að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í öllum okkar verkum. Hönnunin á nýja skrifstofuhúsnæðinu er gerð með tilliti til þess að minnka sóun. Við höfum meðal annars fengið aðstoð við að taka út aðgengi fyrir fatlaða. Fyrir liggur að velja þarf inn húsgögn á nýju skrifstofuna og verður leitast við að nýta það sem mögulegt er. Það er mikilvægt að vera passasamur í innkaupum og kaupa bara það sem þarf. Núna höfum við tækifæri til þess að endurskoða hvernig við gerum hlutina. Það eru tækifæri í því að koma hlutum í endurnýjun lífdaga og við munum gera það eins vel og við getum."

Ólöf Ása Þorbergsdóttir, framkvæmdastjóri Stoðar. 

Kolefnisbinding

Veritas hefur gert samning við Kolvið um kolefnisbindingu vegna bifreiða í eigu samstæðunnar. Kolefnisspor Veritas samstæðunnar árið 2022, fyrir kolefnisbindingu, var eins og áður sagði 994 tonn CO₂. Kolefnisfótspor samstæðurnar var 706 tonn CO₂ árið 2022 eftir kolefnibindingu sem var 289 tonn CO₂. Reiknivélin miðar við meðalbindingu á ári í skógi, án tillits til binditíma sem nemur 60 árum eins og hjá Kolviði. Útreikningar byggja á því að einhver binding verði á hverju ári sem má færa inn í bókhaldið, ekki aðeins einu sinni eins og hjá Kolviði.  Umhverfisáhrif birgja

Samstæðan leggur mikinn metnað í að vera einungis með þekktar gæðavörur frá framleiðendum sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Margir birgjar Veritas eru leiðandi í sjálfbærnimálum á heimsvísu og leggja sífellt meiri áherslu og kröfur á samstarfsaðila að bæta sig í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð. Að auki eru endursöluaðilar farnir að gera kröfur og hafna vörum sem ekki eru í umhverfisvænum umbúðum eða í of miklum umbúðum. Þannig fær sjálfbærni sífellt meira vægi í allri virðiskeðjunni. 

Fækkum flugsendingum

„Við höfum á árinu unnið í því að fækka flugsendingun í samráði við okkar birgja. Okkur hefur tekist að breyta sendingarmáta í þeim pöntunum sem við stjórnum sjálf en þar hefur fækkað verulega í flugi. Birgjarnir eru almennt jákvæðir fyrir breytingum og vilja styðja þá vegferð sem samstæðan er á með tilliti til umhverfissjónarmiða. Það er þó að mörgu að hyggja við flutninga á jafn viðkvæmum vörum og lyf eru og þar er aðalatriðið að tryggja gæði og afhendingaröryggi. Sú vinna er í gangi og í dag er virkt samtal á milli Vistor og þeirra birgja þar sem samstarfið veldur mestri losun.“

Arnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Vistor.


Rafræn kvittun fyrir móttöku sendinga

Miklar umbætur hafa átt sér stað í rafrænni móttöku sendinga síðastliðin ár. Einnig hvað varðar innleiðingu rafrænna undirskrifta, aukningu á pappírslausum samskiptum innanhúss og sendingar til viðskiptavina, ásamt því að meiri áhersla hefur verið lögð á rafræna vistun gagna. Markmið fyrirtækisins er að auka hlutdeild pappírslausra viðskipta sem þó uppfylla allar gæðakröfur. Markmiðið er að útprentun á pappír sé haldið í lágmarki og minnki með árunum. Heildarfjöldi útprentaðra blaða var 737.000 blöð á móti 893.000 blöð árið áður eða minnkun upp á 17%.