Dótturfélög Veritas eru fimm talsins og standa flest á gömlum merg
Dótturfyrirtæki Veritas eru samstarfsaðilar fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja, sérhæfa sig í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja (frumlyfja og samheitalyfja), hjúkrunarvara, rannsóknartækja og annarra vara fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, selja lausasölulyf og aðrar heilsuvörur, eru leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvöru auk sölu og þjónustu á stoðtækjum, hjálpartækjum, sjúkraskóm, innleggjum og þrýstingsvörum.
-
Tilgangur og markmið
Rétt vara. Réttur staður. Réttur tími
Hóf starfsemi
2007
Framkvæmdastjóri
Júlía Rós Atladóttir
Distica er sérhæft fyrirtæki í innflutningi, vörustjórnun og dreifingu lyfja, hjúkrunarvara, rannsóknartækja og annarra vara fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Fyrirtækið dreifir einnig neytendavörum til verslana.
Skrifstofa
Hörgatún 2, 210 GarðabærVöruhús
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Suðurhraun 10, 210 Garðabær
Suðurhraun 12a, 210 Garðabærdistica@distica.is
Heimasíða -
Tilgangur og markmið
Markmið Vistor er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfjamarkaðinum, í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins.
Hóf starfsemi
1956
Framkvæmdastjóri
Arnar Þórðarson
Vistor er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi. Fyrirtækið er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi.
-
Tilgangur og markmið
Markmið Artasan er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfjamarkaðinum, í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins.
Hóf starfsemi
2007
Framkvændastjóri
Brynjúlfur Guðmundsson
Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum. Fyrirtækið er samstarfsaðili nokkurra stærstu lausasölulyfja- og samheitalyfjaframleiðenda heims og þekktra heilsuvöruframleiðenda og veitir þeim þjónustu við innflutning, skráningu, dreifingu, sölu- og markaðsmál.
-
Tilgangur og markmið
MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknarvöru.
Hóf starfsemi
2011
Framkvæmdastjóri
Sigtryggur Hilmarsson
MEDOR var stofnað til að mæta vaxandi þörf fyrir sérhæfingu í sölu og þjónustu á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknavörum. MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknavöru.
-
Tilgangur og markmið
Stoð er sérhæft fyrirtæki á heilbrigðissviði fyrir öll sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þannig að þau geti tekið fullan þátt í samfélaginu og notið almennra lífsgæða.
Hóf starfsemi
1982
Framkvæmdastjóri
Þóranna Jónsdóttir
Stoð er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á stoðtækjum, hjálpartækjum, sjúkraskóm, innleggjum og þrýstingsvörum. Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga og er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu til að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini.