Leiðandi á íslenskum heilbrigðismarkaði
Dótturfélög Veritas eiga það öll sameiginlegt að starfa á heilbrigðismarkaði. Hvert félag er sérhæft og leiðandi á sínu sviði: í innflutningi, skráningu, markaðssetningu og dreifingu á lyfjum, hjúkrunarvörum, rannsóknartækjum og heilsuvörum.
Félögin veita einnig ráðgjöf og þjónustu á sviði lækningatækja, hjúkrunar- og rannsóknarvara, auk stoðtækja, hjálpartækja og annarra sérlausna sem stuðla að bættri heilsu og lífsgæðum fólks.
-
Leiðandi í markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum
Áratuga samstarf við apótek og smásölur
Öflugt samstarf við alþjóðleg lyfjafyrirtæki
Artasan er leiðandi fyrirtæki í skráningu, sölu og markaðssetningu á heilsuvörum, lausasölulyfjum og samheitalyfjum.
Fyrirtækið vinnur náið með apótekum, smásöluaðilum og heilbrigðisstarfsfólki til að tryggja neytendum aðgengi að vörum sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan.
-
Um 70% hlutdeild í lyfjadreifingu á Íslandi
Eitt fullkomnasta vöruhús landsins
Áratuga reynsla og sérhæfing
Distica þjónar íslenskum heilbrigðismarkaði með innflutningi, vörustjórnun og dreifingu á lyfjum og öðrum heilbrigðisvörum.
Áreiðanleiki og þjónusta í hverju skrefi tryggja að nauðsynlegar vörur berist örugglega til þeirra sem þurfa á þeim að halda.
-
Leiðandi í lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvörum
Sérhæfð ráðgjöf, sala og þjónusta
Breitt vöruúrval sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur
MEDOR var stofnað til að mæta vaxandi þörf fyrir sérhæfðara framboði á hágæða lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvörum.
Fyrirtækið er leiðandi á sínu sviði og vinnur í nánu samstarfi við fagfólk til að tryggja áreiðanlegar, öruggar og skilvirkar lausnir sem bæta þjónustu og auka gæði í heilbrigðiskerfinu.
-
Leiðandi í stoðtækjum- og hjálpartækjum
Sérhæfð ráðgjöf, hönnun, sala og þjónusta
Heildstæðar, einstaklingsmiðaðar lausnir
Stoð er leiðandi fyrirtæki á sviði stoðtækja og hjálpartækja.
Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á sérsniðnum lausnum sem styðja við hreyfigetu, endurhæfingu og sjálfstæði einstaklinga.
-
Leiðandi á sviði frumlyfja- og samheitalyfja
Traustur samstarfsaðili heilbrigðisstofnanna
Öflugt samstarf við alþjóðleg lyfjafyrirtæki
Vistor er leiðandi fyrirtæki á sviði frumlyfja og samheitalyfja og býr yfir ríkri reynslu og skilningi á þörfum innan heilbrigðiskerfisins.
Fyrirtækið starfar í nánu samstarfi við fjölmörg alþjóðleg lyfjafyrirtæki og veitir faglega þjónustu við skráningar, sölu og markaðsmál, klínískar rannsóknir og dreifingu.