EN
Fara efst á síðu Umhverfisþættir Markmið og árangur 2023 Umfang Heildarlosun samstæðunnar Skipting á CO₂ losun samstæðunnar Orkuskipti höfð að leiðarljósi Hlutfall rafmagnsbíla í Veritas Losun á hvern bíl í Veritas Áhrif innflutnings á umhverfið Áframhaldandi samstarf við birgja Viðskiptaferðir Flug starfsmanna Áframhaldandi flokkun og endurvinnsla Endurvinnsluhlutfall Stafræn vegferð í þágu umhverfisins Hringrásarhagkerfið mikilvægt Vatns- og rafmagnsnotkun Mótvægisaðgerðir Markmið og aðgerðir 2024
Umhverfisþættir

Umhverfisþættir

Starfsfólk Veritas lætur sér annt um umhverfið og hefur félagið markvisst unnið að því að upplýsa og fræða starfsfólk um hin ýmsu mál sem viðkoma umhverfinu. Samkvæmt umhverfisstefnu félagsins leitast samstæðan við að valda sem minnstum skaða í umhverfinu og draga úr álagi á það sem og auðlindir. Áhersluþættir starfseminnar er lúta að umhverfinu eru þrír helstu losunarþættir hennar; losun vegna innflutnings, viðskiptaferða og samgangna. Umfang þessara þátta, auk nokkurra annarra mælum við reglulega og skoðum út frá lykilmælikvörðum.

Markmið og árangur 2023


Umfang

Heildarlosun Veritas samstæðunnar dróst saman um 4,5% árið 2023, fór í 1.033 tonn CO₂ samanborið við 1.081 tonn CO₂ árið 2022. Á sama tíma og kolefnisfótspor samstæðunnar dregst saman hefur umfang starfseminnar aukist töluvert:

  • Tekjur hafa aukist um 16% árið 2023 samanborið við 2022
  • Magn innfluttra vara hefur aukist um 25% árið 2023 samanborið við 2022

Þá var losun á tekjur 30 kg CO₂ á milljón ISK árið 2023 sem er 19% lægra samanborið við árið 2022. Losun vegna innflutnings árið 2023 nam 0,25 tonn CO₂ á hvert innflutt tonn, samanborið við 0,30 CO₂ á hvert innflutt tonn árið áður. Losun á hvert innflutt tonn hefur því dregist saman um 17%. 

1.081 tonn

Heildarlosun (CO₂) 2022

1.033 tonn

Heildarlosun (CO₂) 2023

-4,5%

Breyting milli ára




Orkuskipti höfð að leiðarljósi

Orkuskiptin eru stór þáttur í að ná árangri við losun gróðurhúsalofttegunda frá rekstri Veritas samstæðunnar. Á árinu 2023 hófum við orkuskipti bifreiða af krafti og höfum sett okkur metnaðarfull markmið fyrir árið 2024 og fram til ársins 2030 en bifreiðar keyptar frá og með árinu 2024 skulu vera á 100% vistvænni orku. Á árinu 2023 bættust 12 rafmagnsbílar við flota Veritas og fóru úr einum bíl í 13, hlutfall rafmagnsbíla var því 14,4% árið 2023. Samhliða þeirri áherslu þurfa innviðir að styðja við og áætlað er að setja rafhleðslustöðvar við allar starfsstöðvar samstæðunnar. Þá er talið að hægt sé að gera enn betur og útvíkka samgöngustyrk í þeim tilgangi að ýta undir vistvænar samgöngur og veita starfsfólki hagstæðari bifreiðastyrk sé það á bifreið sem er á 100% vistvænni orku. Eftirfarandi sýnir þróun af beinni losun gróðurhúsalofttegunda vegna eldsneytis.



Áhrif innflutnings á umhverfið

Veritas og dótturfélög starfa sem bakhjarl heilbrigðisgeirans í þeim tilgangi að stuðla að heilbrigðara samfélagi. Vörur okkar eru margar nauðsynlegar fyrir samfélagið og eru flestar innfluttar. Umfang innfluttra vara jókst umtalsvert árið 2023 eða um 25% samanborið við árið 2022.
Til þess að geta borið saman losun á milli ára er því settur fram stuðull sem er losun CO₂ /innflutt tonn. Fyrir árið 2023 var losun á hvert innflutt tonn 0,25 CO₂ og dregst saman um 17% á milli ára. 


0,30

Losun CO₂ / innflutt tonn 2022

0,25

Losun CO₂ / innflutt tonn 2023

-17%

Breyting milli ára

Áframhaldandi samstarf við birgja

Eitt af markmiðum sem félagið hefur sett sér síðastliðin ár og fyrir næstu ár eru stöðugar umbætur í innflutningi á vörum og óska eftir því að birgjar vinni að þeim í samstarfi við okkur. Við endurnýjun á samningum og í nýjum samningum sé leitast við að lækka kolefnisspor og óska eftir skipaflutningi sé það hagkvæmasta lausnin fyrir umhverfið, eins er mikilvægt að pakkningar utan um vörur sé auðvelt að endurvinna. 

Viðskiptaferðir

Samstarfsaðilar samstæðunnar eru mikið til erlendir og leggur samstæðan mikið upp úr því að viðhalda góðu viðskiptavinasambandi, að starfsfólk fái þá fræðslu og þjálfun sem til þarf frá birgjum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn. Gætt er að því að ferðalög séu eingöngu af nauðsyn, þar sem því er ekki komið við að hittast í gegnum stafrænt form. Með tækninni hafa opnast miklir möguleikar  sem gera starfsfólki kleift að halda vel utan um sín viðskiptavinasambönd án ferðalaga. Losun vegna ferðalaga samstæðunnar dróst saman um 27% á árinu 2023 samanborið við árið 2022. 


Áframhaldandi flokkun og endurvinnsla

Endurvinnsla hefur gengið vel með samhentu átaki en ennþá er verk að vinna. Endurvinnsluhlutfall dróst saman á milli ára og fór úr 56% í 46%. Það er einkum vegna flutninga Stoðar á árinu 2023. Í hverju vöruhúsi er ábyrgðaraðili í flokkunarmálum sem hefur gagnast félaginu vel til að leiðbeina og fræða.


Stafræn vegferð í þágu umhverfisins

Stafræn vegferð félagsins heldur áfram sem kemur til með að hafa áhrif á að pappírsnotkun samstæðunnar dragist saman. Á árinu 2023 hófum við að senda út alla ráðningarsamninga rafrænt til undirritunar, þá sendum við nú kvittanir fyrir móttöku sendinga rafrænt, höfum innleitt rafrænar undirskriftir, aukning á pappírslausum samskiptum bæði innan- og utanhúss, ásamt því er áhersla lögð á rafræna vistun gagna. Á komandi ári er áætlað að setja upp rafræna vörumóttöku og mun það hafa mikil áhrif á pappírsnotkun félagsins næstu ár.

Hringrásarhagkerfið mikilvægt

Leitast er við að endurnýta auðlindir af fremsta megni, í rekstri og hjá starfsfólki. Fyrir nokkrum árum fjárfesti félagið í endurnýtanlegum kössum til flutninga á vörum til viðskiptavina og eru því frauðkassar einungis notaðir í einstaka sendingum núorðið. 


Starfsfólk hefur safnað í hringrásarsöfnun um jól og komið með t.d. fatnað sem nýtist ekki lengur og Veritas sér um að gefa áfram, þá erum við með bókasafn þar sem starfsfólk lætur frá sér bækur og getur tekið aðrar. Einnig er starfræktur hringrásarhópur á Workplace sem er vettvangur fyrir endurnýtingu. 

Vatns- og rafmagnsnotkun

Losun vegna orkunotkunar, rafmagns og húshitunar, hefur dregist töluvert saman á milli ára. Við höfum unnið að því að nýta húsakost vel og er lækkun á notkun þessara þátta vitnisburður um að nýting sé eins og best verður ákosið. 



Mótvægisaðgerðir

Veritas samstæðan fjárfestir í mótvægisaðgerðum gegn kolefnislosun sem verður til vegna eldsneytisnotkunar. Samstæðan fjárfesti í mótvægisaðgerðum hjá Kolviði. Kolviðarskógar eru skógar sem eru ræktaðir eða friðaðir í þeim tilgangi að sporna við uppsöfnun koldíoxíðs (CO₂) í andrúmsloftinu. Fyrir árið 2023 var 29% af kolefnisfótspori samstæðunar kolefnisjafnað.


Markmið og aðgerðir 2024