EN
Fara efst á síðu Félagslegir þættir Markmið og árangur 2023 Áhrif á samfélagið Jafnréttismál Aldur og kyn starfsfólks Fjölbreytileiki Fjöll og félagslíf Framlag til samfélagslagsins Markmið og aðgerðir 2024
Félagslegir Þættir Sjálfbærni

Félagslegir þættir

Veritas og dótturfélög kappkosta að gera starfsumhverfi og starfsanda á vinnustöðum framúrskarandi. Lögð er áhersla á heilbrigt starfsumhverfi með andlega og líkamlega vellíðan í fyrirrúmi. Markmið Veritas og dótturfyrirtækja er að þar starfi hæft og ánægt starfsfólk. Stefnt er að því að starfsfólk sé ávallt vel menntað, rétt þjálfað og hæft til að sinna starfi sínu af fagmennsku, alúð og ánægju.  Stuðningur við ytra samfélag er rótgróin hefð hjá samstæðunni þar sem þátttaka starfsfólks, meðal annars með vinnuframlagi, er ekki einungis verðmætt fyrir þá aðila sem við styðjum heldur eykur það samheldni, innsæi og stolt meðal starfsfólks.

Markmið og árangur 2023


Áhrif á samfélagið

Veritas og dótturfélög vinna mikilvægt starf fyrir íslenskt samfélag. Félögin eiga það sameiginlegt að sérhæfa sig í rekstri innan heilbrigðisþjónustu og hafa það að leiðarljósi að stuðla að heilbrigðara samfélagi. Það er okkur hjartans mál að samfélagið hafi greiðan aðgang að lyfjum, lækningatækjum og stoð- og hjálpartækjum og beitum við okkur á hverjum degi til að svo sé. 

Jafnrétti

Á síðasta ári var unnið í jafnlaunavottun fyrir öll félög og lauk þeirri vinnu í upphafi árs 2024. Distica, Stoð, Veritas og Vistor hafa öll farið áður í gegnum slíkt ferli en MEDOR og Artasan voru að hljóta jafnlaunavottun í fyrsta sinn. Meðfram því höfum við endurmótað jafnréttis- og launastefnu samstæðunnar. Helsta markmið stefnunnar er að innan samstæðunnar ríki jafnrétti og að allt starfsfólk njóti sanngirni og jafnra tækifæra án tillits til kynferðis, aldurs, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fjölskyldutengsla, fötlunar eða stöðu að öðru leyti. 

Við leggjum áherslu á að starfsumhverfi okkar sé þannig að öllum geti liðið  vel í vinnunni. Það kemur skýrt fram í starfsánægjukönnun þar sem heildaránægja starfólks mælist há (4,15).  

Að stuðla að jafnrétti og auknum fjölbreytileika er vegferð sem stöðugt er verið að vinna að. Félagið hefur lagt mikla áherslu á tengd málefni síðastliðin ár sem hefur tekist vel. Nú hefur félagið góða yfirsýn yfir stöðu sína er varðar jafnrétti og fjölbreytileika og árið 2024 mun áhersla vera lögð á inngildingu og áframhaldandi gott gengi í jafnréttismálum.

Veritas hefur hlotið margar viðurkenningar í gegnum árin sem taka til jafnréttis, sem dæmi:



Fjölbreytileiki kemur okkur enn lengra

Hjá samstæðunni starfar fjölbreyttur hópur af mismunandi þjóðerni. Við leggjum áherslu á að allt okkar starfsfólk njóti sömu tækifæra innan samstæðunnar, óháð uppruna. Markmið næstu ára er að hlúa enn frekar að fjölbreyttum hópi starfsfólks, m.a. að bjóða upp á íslenskunám og hinsegin fræðslu. Við trúum því að fjölbreyttni meðal starfsfólks sé okkur til hagsbóta og leggjum mikla áherslu á að allt okkar starfsfólk telji sig tilheyra.


Fjöll og félagslíf

Starfsfólk Veritas samstæðunnar tekur virkan þátt í félagslífi samstæðunnar. Hér starfar samheldinn og skemmtilegur hópur sem hefur gaman af því að koma saman á fjölbreyttum viðburðum sem efla liðsanda og almenna vellíðan. Auk hefðbundinna viðburða, þar sem starfsfólk kemur saman til að að gera sér glaðan dag, höfum við sett á laggirnar Veritas á toppnum þar sem starfsfólki er boðið að taka þátt í reglulegum göngum sem endar með dagsgöngu í Þórsmörk. Við höfum einnig eflt starfsfólk til að huga að heilbrigði á vinnutíma og bjóðum upp á reglulegar göngur og yoga í hádeginu. 


Framlag til samfélagslegra málefna

Veritas og dótturfélög leggja sig fram við að gefa til baka til hópa innan samfélagsins sem þurfa á að halda. Árið 2023 veittum við styrki til Samhjálpar og Foreldrahúss (Vímulausrar æsku). Ásamt fjárframlagi, þá safnaði starfsfólk ýmsum fatnaði fyrir skjólstæðinga Samhjálpar, prjónaði vettlinga, þjónaði á fjáröflunarviðburði og tók þátt í jólagjafainnpökkun Samhjálpar. 

Þá tók starfsfólk samstæðunnar þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þar sem hlaupið var til styrktar Cystic Fibrosis samtökunum á Íslandi og öðrum góðum málefnum. Erum við afar þakklát fyrir samheldni okkar fólks í framlagi til samfélagslegra málefna.    

Veritas mun halda áfram að styðja við samfélagsleg málefni. Stuðningur við ytra samfélag er hefð hjá samstæðunni þar sem þátttaka starfsfólks hefur nýst mörgum félagasamtökum og erum við afar stolt yfir samheldni fólksins sem hér starfar. Áherslur 2024 er að halda áfram að gefa til samfélagsins með þátttökuframlagi starfsfólks og styrkjum. 

Markmið og aðgerðir 2024