EN
Fara efst á síðu Þjónustufyrirtækið Veritas Ávarp forstjóra Áherslur Veritas í sjálfbærni Heimsmarkmið Heimsmarkmiðin
Sjálfbærniskýrsla Veritas Fyrir Árið 2023 (4)

Þjónustufyrirtækið Veritas

Áreiðanleiki - Hreinskiptni - Framsækni

Veritas samstæðan samanstendur af móðurfélaginu Veritas og fimm dótturfélögum sem öll starfa á heilbrigðismarkaði. Móðurfélagið sinnir stoðþjónustu fyrir dótturfélögin. Distica veitir þjónustu í innflutningi og dreifingu á lyfjum, lækningatækjum og heilsuvörum. Vistor er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum. MEDOR sérhæfir sig í ráðgjöf, sölu og þjónustu á hágæða lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknavörum. Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á lyfjum og heilsuvörum. Stoð er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á stoðtækjum, hjálpartækjum, sjúkraskóm, innleggjum og þrýstingsvörum.  

Ávarp forstjóra

Þóranna Jónsdóttir, forstjóri Veritas

Áherslur, aðgerðir og árangur fyrirtækja skipta miklu máli varðandi sjálfbærni. Með ábyrgð að leiðarljósi getur atvinnulífið sýnt gott  og mikilvægt fordæmi við að stuðla að sjálfbærni, heilbrigðum viðskiptaháttum, stuðlað að grósku samfélagsins og skilað jörðinni til næstu kynslóðar í betra ástandi. 

Að stunda ábyrg viðskipti og leggja sitt af mörkum til umhverfis- og samfélagsmála hefur verið einlægur ásetningur Veritas samstæðunnar frá fyrstu tíð. Kjarnastarfsemi samstæðunnar er innflutningur og markaðssetning lyfja, lækningatækja sem og annarrar vöru tengdri heilbrigðisþjónustu og heilsueflingu.  Umfang starfseminnar á sviði lyfja- og lækningatækjainnflutnings er viðamikið á landsvísu og sem slíkt mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfi landsins.  Starfsemin kallar því á vönduð vinnubrögð þar sem árvekni og ábyrgð eru í fyrirrúmi.  

Ásetningur um sjálfbærni og ábyrgð var formgerður í fyrstu sjálfbærniskýrslu samstæðunnar árið 2020.  Í ár skerpum við enn frekar á markmiðum og mælikvörðum.  Ábyrgð í verki skiptir öllu máli. 

Við stígum nú skrefi lengra varðandi aðgerðir sem draga úr kolefnislosun. Við höfum hætt kaupum á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og stefnum að því að losun vegna notkunar jarðefnaeldsneytis verði enginn árið 2030. Ennfremur höldum við áfram aðgerðum til að minnka kolefnislosun vegna vöruflutninga og viðskiptaferða og gerum mælikvarða skýrari. Uppbygging heilbrigðs vinnustaðar þar sem samvinna, jafnrétti og ábyrg stjórnun eru í forgrunni er okkur hjartfólgin.  Gildin áreiðanleiki, hreinskiptni og framsækni munu halda áfram að styðja  þá vegferð.  

Til að ná árangri er samheldni og sameiginlegt framlag alls starfsfólks lykilatriði.  Hvert og eitt okkar hjá Veritas samstæðunni er reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til ábyrgari stjórnarhátta, við að bæta samfélagið og hlú að umhverfinu. Við viljum fá alla til að  vera samferða okkur á þeirri vegferð.  

Áherslur okkar í sjálfbærni

Sjálfbærniskýrsla Veritas samstæðunnar birtist nú í fjórða sinn, nú með nokkrum áherslubreytingum. Annars vegar gefur samstæðan út sjálfbærniuppgjör og hins vegar sjálfbærniskýrslu. Með þessu móti eru upplýsingar aðgengilegri og auðveldar hagaðilum að hafa yfirsýn yfir ófjárhagslegar einingar. Þá hefur verið skerpt á markmiðum, mælikvörðum og aðgerðarbindingu.  

Heimsmarkmið

Heimsmarkmiðin eru margþætt og metnaðarfull og rímar það vel við þá áherslu sem samstæðan hefur sett sér í sjálfbærnimálum á komandi árum. Þar er af mörgu að taka og teljum við líklegast til árangurs að einblína á nokkra meginþætti í hverjum fasa fyrir sig. Að sinni leggur Veritas samstæðan áherslu á eftirfarandi heimsmarkmið.

Heimsmarkmið Veritas

Veritas samstæðan hefur tengt sjálfbærnimarkmið sín við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.