Heimsókn heilbrigðisráðherra

13.03.2024 Veritas
Heimsókn heilbrigðisráðherra

Á dögunum fékk Veritas samstæðan heimsókn frá heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni.

Veritas samstæðan skilgreinir sig sem mikilvægan hluta af íslensku heilbrigðiskerfi og á þeim forsendum ræddu stjórnendur og ráðherra mikilvægi samstæðunnar við að tryggja aðgengi að lyfjum, lækningartækjum og heilsuvörum.  

Veritas hefur um árabil þróað öflugt samstarf við birgja, leitað nýrra lausna og náð góðum árangri í að styrkja vöruamboð til heilbrigðisgeirans og almennings. Einnig voru ræddar leiðir til þess að bæta aðgengi að nýjum og áhrifaríkum lyfjameðferðum og hvernig stjórnvöld og birgjar á heilbrigðismarkaði gætu tekið höndum saman til að bæta skilvirkni, tryggja afhendingaröryggi og auka aðgengi að mikilvægum lyfjum og vörum.  

Í lok heimsóknar skoðaði ráðherra lyfjavöruhús Distica, þar sem stór hluti lyfjabirgða í landinu hefur viðkomu, og gegndi lykilhlutverki í móttöku og meðhöndlun Covid bóluefna á sínum tíma.