Veritas og Artasan Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2022

20.05.2022 Veritas + Artasan
Veritas og Artasan Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2022

Það ríkti mikil gleði í gær þegar Veritas og dótturfélagið Artasan fengu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2022 við hátíðlega athöfn í Hörpu. Efstu fimmtán fyrirtæki í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2022 og var Veritas í hópi meðalstórra fyrirtækja og Artasan í hópi lítilla fyrirtækja. 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhentu viðurkenningarnar.