Veritas Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2021

29.10.2021 Veritas
Veritas Framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2021

Veritas hlaut viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2021, skv. greiningu Creditinfo, og hefur fyrirtækið fengið þessa viðurkenningu síðastliðin 9 ár. Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og aðeins þau fyrirtæki sem uppfylla kröfur Creditinfo teljast Framúrskarandi fyrirtæki. Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja uppfylla hin ströngu skilyrði sem Creditinfo setur. Við erum stolt af því að vera í þessum hópi og leggjum metnað okkar í að vinna okkar störf af fagmennsku og áreiðanleika.

Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að öðlast viðurkenninguna eru:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skal skilað á réttum tíma lögum samkvæmt
  • Hafa skilað ársreikningi til RSK síðustu þrjú ár
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jákvæður síðustu þrjú ár
  • Ársniðurstaða jákvæð síðustu þrjú ár
  • Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
  • Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár