Kvennaverkfall 24. október
23.10.2023
Veritas

Næstkomandi þriðjudag hefur verið boðað kvennaverkfall.
Móttaka og símavarsla Veritas, Distica, MEDOR og Vistor í Hörgatúni 2, verða lokuð þriðjudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls.
„Veritas samstæðan styður við aðgerðir sem stuðla að auknu jafnrétti og við styðjum að konur leggi niður störf og taki þátt í samstöðufundi. Þátttaka í aðgerðum þessum mun ekki hafa áhrif á laun,” segir Þóranna Jónsdóttir, forstjóri Veritas.